Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Heilsuráð gegn streitu

27. nóvember 2010 | Lilja Petra

Átt þú í baráttu við streitu, ótta, kvíða eða verki?

WHEE gæti verið heilsuráðið sem hentar þér.

Það er ekki laust við að á síðustu mánuðum hafi streita og kvíði farið vaxandi í íslensku samfélagi eftir hið mikla áfall sem reið yfir þjóðina haustið 2008. Oft fylgja áföllum verkir í stoðkerfi eða mjúkvef líkamans og kvíðaraskanir eða jafnvel alvarlegri sjúkdómar.Leiðir til að losna við kvíða og verki eru margvíslegar en kosta yfirleitt töluvert bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Þó eru til einfaldar leiðir sem einstaklingar geta nýtt sér heima við án þess að þurfa að greiða fyrir háar fjárhæðir eða sliga heilbrigðiskerfið sem nú á að draga saman um hundraði milljóna. Á síðustu tveimur áratugum hafa nokkrir sálfræðingar og læknar uppgötvað nýjar leiðir til að hjálpa fólki að losna við innibyrgðar tilfinningar og losa um áföll sem það hefur orðið fyrir. Einn þeirra er Daniel Benor Wholistic Psychotherapist (Can), MD, Psychiatrist, ABIHM (US), höfundur metsölu bókarinnar ,,7 Minutes to Natural Pain Release  Pain Is a Choice and Suffering Is Optional - WHEE for Tapping Your Pain Away“. Það sem gerir aðferð Daníels einstaka er hversu einföld hún er í notkun og flestir sem muna eftir henni eftir aðeins eina kynningu. Sjálf hef ég kennt skjólstæðingum mínum þessa aðferð og bent þeim á að nota hana við hvert tækifæri. Þeir hafa allir fundið hversu skjótt hverskyns vanlíðan hverfur á braut .  Daniel kallar aðferðina WHEE eða ,,Whole, Health, Easy and Effective“.   Dr Daniel Benor hefur alla tíða leitast við að veita einstaklings bundna meðferð á þann hátt sem er rétt fyrir hvern og einn. Hann hefur neitað að fara lyfjaleiðina til að deyfa einkenni. Í yfir 25 ár hefur hann lært og stundað heildræna nálgun þar sem unnið er með líkama, huga og tilfinningar, sambönd (við annað fólk og umhverfið) og sálina. Hann hefur lagt stund á rannsóknir, safnað gögnum og gefið út bækur. Fyrsta bókin ,,Healing Research vol. 1” inniheldur 191 rannsókn á áhrifum heilunar. Margar þessar rannsóknir sýna marktæk áhrif heilunar á dýr, plöntur, ger og bakteríur. Einnig á frumur og ensím í tilraunaglasi. Annað hefti bókar hans ,,Healing Research” fjallar um sjálfsheilun. Báðar bækurnar eru til í tveimur útgáfum annars vegar fyrir áhugafólk og hins vegar fyrir fagfólk. Í báðum er að finna yfir 1500 tilvitnanir. Þriðja hefti bókaflokksins, ,,Personal spirituality” var mest krefjandi að skrifa að sögn Dr Daniels. Rétt eins og með hin heftin fannst honum að hann þyrfti að skilja efnið til hlítar áður en hann gat kennt öðrum um það. Bók Daniels fæst á www.puls.is

Posted in Heilsa, Vefverslun


(lokað er fyrir ritun ummæla).