Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Hvað er heilbrigði?

27. nóvember 2010 | Lilja Petra

Góðan daginn og velkomin á nýju bloggsíðuna mína. Hér hef ég í hyggju að rita ýmislegt sem varðar heilsu og vellíðan bæði líkamlega og andlega.

Það er svo margt sem hefur áhrif á heilbrigði okkar en fyrst verðum við að skilja hvað heilbrigði er. Heilsa er dregin af latneska orðinu heilun – að vera heill, heilbrigður. Því er heilbrigði fólgið í að vera heill - “wholesome”.

Heilsa snýst því um heilun, að vera heill. Heilbrigði er þegar ríkir fullkomið jafnvægi og samhljómur milli líkama, anda, umhverfis, tilfinninga og samskipta. Margt þarf að hjálpast að til að okkur líði vel og líkaminn og sálin geisli af hreysti. Ég vænti þess að þú hafir gagn og ánægju af því að heimsækja bloggið mitt eða heimasíðuna mína reglulega og er þér þakklát fyrir að líta við. Njóttu dagsins.

Posted in Heilsa


(lokað er fyrir ritun ummæla).