Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Morgunganga með íhugun

4. desember 2010 | Lilja Petra

Ég var rétt að koma heim úr morgungöngu minni. Það er fremur kalt en stillt veður. Frostrósir og hrím hylur jörðu og gerir hana jólalega. Alveg fullkomin, það var lítil hálka en mikil kyrrð. Það er fátt sem hjálpar eins vel að hreinsa hugann og tengja við okkar hærri vitund eða sál eins og hressandi ganga að morgni dags. Hugmyndir flæða inn, þakklæti flæðir út. Lausnir koma í ljós sem ekki áttu eins greiða leið inn í vitund okkar þegar við stritum eða rembumst við að finna þær. Við öndum að okkur hinu frábæra ferska lofti sem Ísland státar af. Lungun fyllast af súrefni sem berst til frumanna og vekur þær til nýs lífs.

Ekki er úr vegi að nota sama tækifæri til að koma við í næstu sundlaug og sitja í heita pottinum um stund og leyfa líkamanum þannig að slaka vel á.

Þú lækkar streitu stuðulinn þinn með því að gera þetta að vana í lífi þínu og eykur vellíðan.

Posted in Heilsa


(lokað er fyrir ritun ummæla).