Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Drómasýki

18. janúar 2011 | Lilja Petra

Margir velta því fyrir sér þessa dagana hvaða sjúkdómur þessi drómasýki sé vegna frétta um hugsanleg tengsl svínaflensu bólusetninga og sjúkdómsins. Lítum fyrst á hvað vísindavefur Háskólans hefur um hann að segja. 

,,Drómasýki (e. narcolepsy, einnig kölluð Gélineau-Redlich syndrome, Gélineau’s disease, Gélineau’s syndrome, hypnolepsy eða paroxymal sleep) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Svefnflog
Eitt helsta einkenni drómasýki eru svefnflog (e. sleep attacks). Þegar drómasjúkt fólk fær svefnflog hellist allt í einu yfir það óstjórnleg syfja. Þetta veldur því að fólk sofnar, yfirleitt í um 2-5 mínútur, og vaknar svo aftur endurnært.  

Slekjuköst
Annað einkenni drómasýki er slekjukast (e. cataplexy). Ef fólk fær slekjukast dettur það niður sem dautt væri og getur sig hvergi hreyft. Það er aftur á móti með fullri meðvitund. Í venjulegum REM-svefni (draumsvefni) lamast flestir vöðvar til að koma í veg fyrir að menn geri í raun og veru það sem þá dreymir.

Svefnrofalömun
Þriðja einkennið sem algengt er að fylgi drómasýki er svefnlömun eða svefnrofalömun (e. sleep paralysis).
Svefnrofalömun felst í því að geta sig hvergi hreyft rétt áður en maður festir svefn eða skömmu eftir að maður vaknar. Meðan á þessu stendur er fólk með meðvitund, og því getur fundist ástandið mjög óþægilegt, sérstaklega þegar öndunarerfiðleikar fylgja eins og stundum gerist. Yfirleitt getur fólk þó hreyft augun, líklega vegna þess að draumsvefn einkennist af hröðum augnhreyfingum. Svefnrofalömun stendur venjulega ekki lengi, heldur varar oft aðeins í nokkrar mínútur. Yfirleitt er líka hægt að losa fólk við lömunina með því að snerta það eða tala til þess.
Svefnhöfgaofskynjanir
Stundum fylgja svefnrofalömun svokallaðar svefnhöfgaofskynjanir (e. hypnagogic hallucinations). Fólk getur til að mynda fundist það heyra brothljóð eða tónlist. Draumarnir geta verið mjög raunverulegir og því er þetta oft afar óþægileg lífsreynsla.”[1] 

Hvert er algengi sjúkdómsins?

Um 1 af hverjum 2000 einstaklingum er talinn vera með drómasýki á einhverju stigi en flestir eru þó með væg einkenni og ógreindir. 

Hvenær byrja venjulega einkenni? 

Flestir virðast fá sjúkdóminn á aldrinum 10-20 ára eða á táningsaldri þó hann greinist oft ekki fyrr en 6-7 árum seinna og jafnvel enn síðar. Læknar hafa ekki fundið neina lækningu við sjúkdómnum hingað til. 

Hvað getur sett þetta af stað? 

Ekki er óalgengt að rétt fyrir fyrstu einkenni hafi  einstaklingurinn orðið fyrir miklu sálrænu áfalli, eða upplifað mikilvægt atvik svo sem eins og upphaf meðgöngu, fengið slæma flensu eða  höfuðáverka. 

Hvað getur hugsanlega orsakað þennan sjúkdóm? 

Þetta er ekki smitsjúkdómur og því getur enginn sýkst af drómasýki eins og það var orðað í einni dagblaðsfrétt á dögunum. Það sem vísindamenn hafa hins vegar komist að á undanförnum áratugum er að peptíð nokkuð er kallast orexin og stjórnar vökuvitun er af skornum skammti í heila.Þetta efni er framleitt í undirstúku heila eða hypothalamus sem er fingurnaglar stór kirtill  með víðtæk áhrif á líkamsstarfsemi og tilfinningar.Það er því einskonar skemmd í undirstúku þar sem vantar ákveðnar frumur. 

Því er nærtækast að spyrja sig næst hvað geti valdið því að líkaminn nær ekki að halda uppi endurnýjun á þessum frumum sem framleiða orexín. 

Ein ástæða þess gæti verið sú að undirstúkan er mjög viðkvæm fyrir svokölluðum excito toxínum eða eiturefnum sem ofurörva frumuna svo að hún deyr úr æsingi.Þessi efni eru þriðja kryddið eða msg, aspartam-sykursæta og svipuð efni. Ekki þarf mikið af þessum efnum til að valda töluverðum skaða á hypothalamus eða undirstúku. 

Lítum nú á aðra hlið á málinu eða hina streitutengdu svörun líkamans. 

Líkaminn hefur undraverðan hæfileika til að tala við okkur og svara áreiti sem við verðum fyrir til að vernda okkur og auka hæfileika okkar til að takast á við áreitið hvort sem það er með því að forðast áreitið og verða ekki aftur fyrir því eða síður eða með því að auka hæfileikann til að taka á því líkamlega og andlega. 

Til að átta okkur á þessum svörunum þurfum við að skoða athæfi dýra. 

Togstreitan eða hið streitutengda áfall sem leiðir til drómasýki og slekjukasta er tengt því að vera ofsótt eða að fá óæskilega athygli þar sem viðkomandi getur ekki sýnt tennurnar eða farið í bardaga þ.e. svarað áreitinu á nokkurn hátt. Það er auðveldara að falla í kaldan svefn án hjartsláttar og þykjast vera dáinn. Þetta gerir að verkum að líkaminn líkir eftir dauða eða svokallað þanatosis sem kemur í grísku og þýðir að deyða. Líkaminn er að vernda þig fyrir hættunni eða hinni óvelkomnu og óvæntu athygli og gefa þér færi á að lifa af aðstæður. 

Slekjuköstin eru af sama toga þar sem viðkomandi getur ekki flúið eða komist áfram (fætur lamast eða verða máttlausir), viðkomandi getur ekki forðast (axlir og bakvöðvar verða máttlausir), viðkomandi er ráðalaus (fætur verða máttlausir) osfrv. 

Ég ætla að útskýra þessa eftirlíkingu dauða aðeins. Þetta er svörun hjá dýrum sem þýðir að dýrið þykist vera dautt svo að það verði ekki étið lifandi eða til að forðast óvelkomna athygli eins og þegar að rándýr eða karldýr er að reyna pörun. Aðalatriðið er að sá sem truflaði eða réðist að dýrinu missir áhuga á því þar sem rándýr vilja aðeins ná lifandi bráð. Þetta er sem sagt varnar viðbragð. 

Ég læt fylgja nokkur myndbönd með til að útskýra þetta nánar. 

 http://www.ebaumsworld.com/video/watch/47357.  http://www.dailymotion.com/video/x2dad3_catalepsy-short_news  

http://www.dailymotion.com/video/x4nzq_les-chevres-simulent-version-longue_animals  

Við sem manneskjur erum líka dýr og jafnvel þó við séum ekki elt uppi af rándýrum, ljónum eða tígrisdýrum nú til dags þá er þessi sjálfsbjargarviðleitni enn til staðar í okkur. Við erum oft að verjast óæskilegri athygli í nútíma samfélagi og því er þetta viðbragð okkur mjög mikilvægt enn þann dag í dag.  

Meira lesefni:Mjög góð grein er um drómasýki á http://www.krumma.net/Narcolepsy/main.htm

http://www.nhs.uk/Conditions/Narcolepsy/Pages/Introduction.aspx  http://www.nativeremedies.com/ailment/natural-medication-for-narcolepsy-treatment.html#question4

http://www.rejuvinstitute.com/excitotoxins-chemicals-destroy-health

http://dorway.com/dorwblog/doctors-speak-out/aspartame-msg-other-excitotoxins-the-hypothalamus/

 


[1] http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5072

Posted in Heilsa


(lokað er fyrir ritun ummæla).