Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Própólis

23. janúar 2011 | Lilja Petra

Ég fékk í gær spurningu frá 3 barna móður í Indónesíu þess efnis hvort að dagleg inntaka á einni töflu af própólis gæti skaðað eðlilega bakteríuflóru líkamans.   

Hún hafði nýverið lesið bók
Richard Flook, Why am I sick þar sem hann talar um mikilvægi baktería og vírusa til að viðhalda jafnvægi í líkamsstarfseminni. Það er staðreynd sem ekki verður horft framhjá að milljónir baktería, gerla, sveppa og vírusa lifa í líkama okkar í samlífi við frumur okkar og sinna þar ýmsum hlutverkum.
 

Svar mitt til hennar var eftirfarandi. 

Það er skýr munur á milli própólis og sýklalyfja. 

Sýklalyf eru einangrað efni sem að drepur  óvinveittar jafnt sem vinveittar bakteríur og er gefið í stuttan tíma í magni sem talið er nauðsynlegt til að ná markmiðinu sem er að losna við sýkingu sem er grasserandi í líkamanum. 

Própólis er efni sem býflugur nota til að sótthreinsa búin sín. Þau nota til þess viðarkvoðu eða resín og bæta safa í hana. Bú býflugunnar eru hreinni en nokkur skurðstofa. Própólis hefur verið notað til lækninga og til að viðhalda heilsu í árhundruð. 

Própólis eykur hið náttúrulega viðnám líkmans við sýkingum og örvar ónæmiskerfið. Það er bólguminnnkandi, minnkar ofnæmissvörun og er  kröftugt andoxunarefni. Það inniheldur B1, B, C og E vítamín auk mikilvægra steinefna. Flavóníð sem finnast í própólis styrkja æðavegginn og heila-blóð þröskuldinn sem er mjög mikilvægur fyrir heilsu okkar og vellíðan en hann getur skemmst af völdum mikillar neyslu á fæðu sem inniheldur MSG, aspartam og þungmálma.Flavóníð hafa einnig kröftuga andoxunareiginleika og eyða sindurefnum sem geta skaðað okkur. Rannsóknir hafa einnig sýnt að þegar própólis er tekið samtímis sýklalyfjum eykst virknin þeirra margfalt og þarf því að gæta að skammtastærðum sýklalyfjanna.Aðrar rannsóknir hafa sýnt að própólis er duglegt í baráttunni við ofursýkla eins og MRSA sem eru mikið til staðar á sjúkrahúsum. Própólis hefur einnig gagnvirk áhrif á sveppavöxt eins og candidu og er frábært á excem og sóra í áburðarformi. 

Daglega erum við í náinni snertingu við þúsundir baktería, á lyklaborðinu okkar, töskum, borðum í loftinu sem við öndum að okkur osfrv sem hafa sjaldnast nokkur sjúkleg áhrif á okkur. Daglega innibyrðum við jafnframt fæðu sem hefur væg bakteríudrepandi áhrif svo sem eins og með hvítlauk, turmerik ofl. Það er því ekki mikil ástæða til að ætla að notkun á einni töflu af própólis á dag eyðileggi heilbrigða bakteríuflóru líkamans. 

Þetta er þegar á öllu er á botninn hvolft spurning um heilbrigða skynsemi. 

Sýklalyf eru okkur stundum lífsnauðsynleg en við getum gert heilmikið til að viðhalda heilbrigði og komast á þann veg hjá notkun þeirra eins og hægt er.

Dagleg notkun á própólis er því dásamleg náttúruleg uppspretta vítamína og flavoníða sem hjálpa til við að viðhalda heilbrigði og jafnvægi.

Þú getur fengið própólis vörur hjá www.puls.is og Heilsu og hamingjulindinni.

Posted in Heilsa, Vefverslun


(lokað er fyrir ritun ummæla).