Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Hálsbólga, afhverju núna og hvað get ég gert?

3. febrúar 2011 | Lilja Petra

Ég spyr sjálfa mig oft að því hvaða þættir hafi áhrif á heilsu mína í dag.

Tökum til dæmis daginn í dag. Ég er með vott af hálsbólgu sem að ég finn að er bara vinstra megin í hálsinum en er að öðru leyti bara hress og vel sofin.

Hálsbólgan byrjaði í fyrradag og gæti svo sem alveg verið vegna veðrabrigða eða af því að hún er að ganga.

Á doktor.is er að finna læknisfræðilega skýringu á fyrirbærinu en þar segir meðal annars.

Hálsbólga er sýking í hálskirtlum og umhverfis þá. Bæði veirur og bakteríur orsaka hana. Hún smitast með úðasmiti eða snertingu og lagast yfirleitt af sjálfu sér á einni viku.

Það er nú svo að þessar bakteríur sem fjölga sér þegar við fáum hálsbólgu eru yfirleitt alltaf til staðar í hálsinum hvort sem við erum með hálsbólgu eður ei. Þær eru hluti af hinni náttúrulegu flóru líkamans. Sjá enska umfjöllun um eðlilega flóru .

Því spyr maður sig aftur afhverju fór auka vöxtur af stað núna?

Í META medicine fræðum er litið svo á að flest sjúkdómseinkenni séu líffræðileg svörun við áreiti eða togstreitu sem hefur oftast verið óvænt, yfirþyrmandi, einangrandi og skyldi þig eftir ráðalausa um stund. Þetta þarf þó ekki að vera svo hádramatískt sérstaklega ekki þegar um smámál eins og hálsbólgu er að ræða eða bólu í andlit. Það sem lagast á örskömmum tíma. Það eru hins vegar meiriháttar sjúkdómseinkenni og krónískir sjúkdómar sem tengjast áhrifameiri áföllum eða viðvarandi togstreitu og áreiti.

Ferlið sem fer af stað er tvíþætt. Fyrst fer af stað streitufasi þar sem semjukerfið fer af stað með áætlun um að berjast eða flýja atvikið. Þegar úrlausn hefur fengist þá fer af stað heilunarfasi þar sem líkaminn gerir við þá vefi sem tóku þátt í baráttunni eða flóttanum. Það er yfirleitt þá sem við fáum hita og verki og finnum fyrir þreytu. Líkaminn þarf að jafna sig eftir það sem á undan var gengið hvort sem það var nú mikil líkamleg áreynsla eða tilfinningaleg.

metamedicine fasar

Hvaða togstreita gæti þá valdið hálsbólgunni minni í dag?

Samkvæmt skilgreiningu Meta medicine þá er hún tengd því að geta ekki kyngt einhverju eða vilja melta eitthvað eða upplifa en geta ekki náð því. Þetta getur verið matur, skemmtun, nýr bíll, betri einkunnir osfrv. Þar sem mín einkenni eru vinstra megin þá tengist þetta fremur því að skyrpa einhverju út.

Vandamál í hálseitlum eru þó ekki síst tengd tilfiningaríkum munnlegum samskiptum.

Hvað er til ráða?

Í fyrsta lagi þá veit ég að þetta lagast á skömmum tíma.

Ég veit að hálsbólgan er aðeins heilunarfasi og ég er greinilega búin að vinna úr einhverjum orðum þar sem ég var ósátt við að hafa hvæst út úr mér eða þetta gæti verið af því að ég sá fram á að geta nokkurn veginn borgað alla reikningana mína sem höfðu valdið mér smá hugarangri. Við erum nefnilega sjálfum okkur verst í flestum tilvikum og þurfum því ekki hvað síst að fyrirgefa sjálfum okkur að hafa leyft atvikinu að eiga sér stað ómeðvitað.

Til að minnka óþægindi sem fylgja heiluninni þá finnst mér gott að fá mér hreint hunang. Það mýkir hálsinn. Einnig finnst mér gott að taka propolis, lýsi og drekka heitt jurtate og engifer.

Svo klappa ég á báða upphandleggi til skiptis hægri og vinstri og segi við sjálfa mig:

Ég er frábær og elska hálseitlana mína þó að þeir séu að angra mig núna, ég þakka þeim fyrir að hafa hjálpað mér að koma frá mér því sem ég þurfti og fyrirgef sjálfri mér angur mitt og að hafa leyft öðrum að angra mig. Ég er þakklát fyrir lærdóminn sem það hefur veitt mér.

Ég sé heilbrigða hálseitla núna í hálsi mér.  

Þar sem ég veit að sterkasta aflið í alheiminum er guðdómlegur kærleikur segi ég.

Kærleikur fyrir fram mig.

Kærleikur fyrir aftan mig.

Kærleikur til hægri við mig

kærleikur til vinstri við mig

Kærleikur fyrir ofan mig

Kærleikur fyrir neðan mig

Kærleikur í hjarta mér

Kærleikur í hverri frumu.

Ég er kærleikur

Dragðu svo djúpt andann inn og svo frá þér.

Endurtaktu þetta nokkrum sinnum og njóttu slökunarinnar sem kemur yfir þig.

Njóttu dagsins.

Ef þú vilt fræðast meira um Meta Medicine þá geturðu farið á heimasíðu Why am I sick eða lesið um heilsuráðgjöf á www.hamingjulindin.is

Posted in Heilsa


(lokað er fyrir ritun ummæla).