Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Grátur er hluti af heilunar ferli

9. febrúar 2011 | Lilja Petra

 

 tár

Nokkra undanfarna daga hef ég verið að fara í gegnum heilunarferli sem kom fram í svæsinni hálsbólgu sem síðan varð að slæmu berkjukvefi sem er á hægum batavegi.

Upphaf þessa ferlis má svo rekja til jóla mánaðarins þegar streitan var heldur meiri en vanalega og ég missti út úr mér orð sem ég sá strax eftir. Á fyrsta degi febrúarmánaðar má segja að þessi álagsorð hafi orðið að raunveruleika. Það var í senn frábært og leitt.

En þetta var úrlausn sem kallaði á jafnvægi svo líkaminn sneri við frá streitunni til slökunar. Þá fylgir oft hiti og slappleiki eða pest.

Það hefur verið áhugavert að fylgjast grannt með viðbrögðum líkamans og ekki síst hvernig hann svarar ómeðvituðum hugsunum. Þessum forritum sem eru stanslaust í gangi án þess að maður hafi nokkra stjórn þar á. Allt sem við upplifum, heyrum og sjáum er þarna inni. Hvernig maður á að hegða sér. Hvað gerist ef maður fái svínaflensu. Hvað gerist ef maður fari ekki til læknis. Hvað gerist ef maður klæði sig ekki nógu vel út í kuldann. Orðatiltækin sem okkur hafa orðið töm. Æ, bara allt sem foreldrar, kennarar, fjölmiðlar og áhrifafólk í lífi okkar hefur nokkurn tíma náð að innprenta okkur meðvitað og ómeðvitað. Margt af þessu er satt og rétt og hjálplegt en ansi margt er einnig verulega gallað og heldur okkur í fjötrum. 

Hluti af heilunarferli mínu í þetta sinn var grátur. Það er undursamlegt að átta sig á hvernig sálin getur talað til þín og fengið þig til að framkvæma það sem passar fyrir þig núna ef þú hlustar.Í fyrradag fann ég að pestin var að byrja að gefa eftir og ákvað að njóta þess að slaka á í hengistólnum mínum fyrir framan sjónvarpið. Ég ætlaði ekki að vinna við tölvuna eða nokkuð annað. Bara slaka á og leyfa líkamanum að jafna sig eftir átökin.Fyrir valinu á DVD spilaranum urðu sjónvarpsþættir sem kallast drauga hvíslarinn. Þetta er yndisleg þáttaröð full af kærleika, samúð og umhyggju. Það var þessi umhyggja og kærleikur sem kom tárunum af stað þennan dag. Þau streymdu hljóðlega niður kinnar mínar hvað eftir annað.  Það var notalegt og fylgdi því ró og innri friður. Vissurðu að þegar þú grætur af völdum tilfinninga sem hafa borið þig ofurliði þá losna úr líkamanum streituhormón og eiturefni. Það lækkar einnig blóðþrýsting og hreinsar nasaholurnar auk þess að vökva augun. Rannsóknir vísindamanna hafa sýnt fram á að í flestum tilvikum líður fólki betur eftir að hafa grátið þó þar sé til undantekning á reglunni. 

Svo þessi tár mín nú í veikindunum voru til að hjálpa mér að heila líkama og sál. Ég á mér margar gleðiminningar sem tengjast tárum. Maður getur grátið af gleði og maður getur grátið af kærleika. Mér hefur alltaf fundist þegar ég er að kenna Shamballa MDH heilun að námskeiðið sé ekki fullkomnað nema ég tárist að minnsta kosti í einni miðluninni sem þar fer fram en það gerist þegar ég finn fyrir yfirþyrmandi kröftugum kærleiksstraumi frá þeim sem ég vinn með á hærri sviðum.  

Ég veit að ég hef náð að koma kærleika þeirra til skila þegar líkami minn bregst við á þennan hátt. 

Ég hef líka upplifað óþægindi varðandi grát. Stund þegar ég gat alls ekki haldið aftur af tárum, þegar eitt augnatillit var nóg til að ég brysti í grát. Stund þegar þröskuldur minn var neðan sjávarmáls ef svo má segja. Þetta var eftir að ég varð fyrir einu mesta tilfinningaáfalli lífs míns og mér fannst ég vera ómöguleg móðir.Með góðri hjálp mannsins míns og vinnu minnar í garðinum það sumar þar sem ég naut heilunar frá náttúrunni í öllu sínu veldi náði ég mér á strik aftur. Þessi reynsla situr þó eftir og ég skil hvernig fólki líður sem kemur til mín í samskonar ástandi. 

Missir ástvina er vissulega stund tára fyrir flest okkur þó sumir haldi aftur af tárunum. Þeir vilja vera sterkir til að geta tekist á við verkefnin sem hlaðast upp og þarf að leysa úr eða vilja ekki að aðrir sjái til þeirra. Stundum ná þessi tár aldrei að komast út og kristallast innra með einstaklingnum og bíða síns tíma.  

Henry Maudsley sagði eitt sinn.Sú sorg sem hefur fær ekki útrás í tárum lætur önnur líffæri gráta. 

Það er auðveldara fyrir suma að gráta en aðra. Konur eiga auðveldara með að tárast en karlar. Það er gott fyrir okkur öll að sleppa hömlunum og leyfa tárunum að flæða annað slagið og opna þannig glugga inn í sál okkar augnablik. Gefðu sjálfum þér frelsi til að gráta þegar þú finnur þörf fyrir það eða skynjar að tárin bíða þess að sleppa út.  

Í leit minni á vefnum í gær fann ég ágætis síðu á ensku sem fjallar um þetta efni og mæli ég með að þú kíkir á hana. 

http://www.cyquest.com/pathway/tool2.html

Ef þú vilt fræðast meira um streitu og heilunarfasa þá er bæði að finna upplýsingar á www.hamingjulindin.is undir heilsuráðgjöf en einnig er mikið efni að finna á whyamisick

Posted in Heilsa


(lokað er fyrir ritun ummæla).