Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Óánægja með kóka kóla fíkn leiddi til vangetu að lyfta hendi.

26. febrúar 2011 | Lilja Petra

verkur

Illbærilegur verkur og vangeta til að lyfta hendi vegna sjálfsóánægju. 

Fyrir nokkru leitaði til okkar kona á besta aldri sem hafði ekki getað lyft vinstri hendi í 2 daga. Hún var með mikla verki og kom því í nudd til að losa stífleikan sem náði yfir herðablað og niður eftir baki. Hún var með leiðniverk í tvíhöfða vinstra megin.´ 

 

Þó nudd sé mjög gott til að losa um spennu í vöðvum þá var verkurinn enn mjög slæmur eftir nuddið eða 9 á skala 1-10 þar sem 10 er verst. 

Skoðum aðeins hvað META-medicine heilsuráðgjöfin hefur um verki í vöðvum að segja. Vðvar og bein eru fósturfræðilega tengd miðheila og vandamál og togstreita sem tengist því er sjálfsvirðing.Hver er ég?  Hvað finnst mér um sjálfa mig? Ég er ekki nógu góð. Ég er óánægð með sjálfa mig.Í META-Medicine lítum við á sjúkdóma sem ferli þar sem fyrst verður áfalla og streitufasi en eftir að viðsnúningur verður fer líkaminn í heilunarferli. Það er einmitt í heilunarferlinu sem verkir koma oftast fram. Þá erum við búin að taka einhverja ákvörðun um breytingu á því sem hefur haft áhrif á okkur og olli streitu. 

Staðsetning verkja getur sagt okkur mikið því líkaminn er alltaf að tala við okkur og hann er mjög rökréttur í tilsvörum. 

Því er vert að spyrja sjálfan sig þegar maður er með verk, hvað það sé sem maður geti ekki gert meðan þessi verkur er til staðar.  Hver eru höftin? 

Með hjálp stuttrar ráðgjafar gátum við þrengt ástæðu einkenna hjá þessarri konu niður í innri togstreitu sem tengdist  hugsanlega móður, börnum, heimili eða innri veröld. 

Í þessu tilfelli datt konunni í ekki í hug nokkur skapaður hlutur sem hún hafði tekið ákvörðun um eða valdið henni áfalli. Ég bað hana um að fara með hugann inn í verkinn og spyrja þar en hún fékk ekkert svar. 

EFT er ákaflega einföld leið til að losna við verki, fíkn og vanlíðan hvers konar.Við hófum því að nýta þá tækni og sagði hún eftir mér.

,,Ég er frábær og elska sjálfa mig þó ég sé með þennan mikla verk í vinstri hendinni og geti ekki lyft henni upp. Ég fyrirgef sjálfri mér og virði sjálfa mig þrátt fyrir þennan mikla verk.“ Síðan bætti hún við sjálf. ,,Jafnvel þó ég sé ósátt við að vera orðin háð kóki aftur og vilji ekki drekka það af því það er óhollt fyrir mig og dóttir mín bendir mér stöðug á það er ég opna ísskápinn til að taka það út þá elska ég og virði sjálfa mig.“

  

Þetta voru töfraorðin og um leið sýndi það hver togstreitan var sem þarna hafði fengið útrás.Konan hafði ákveðið fyrr í vikunni að taka sig á og hætta aftur að drekka kók. Hún var mjög ósatt við að hafa byrjað að drekka það aftur.  

Meðan hún var með þessa verki gat hún ekki notað vinstri hendina til að taka flöskuna út úr skápnum og hella úr henni.Líkaminn sýndi okkur þannig hver innri togstreitan var. 

Áður en við kvöddum konuna var verkurinn horfinn en eftir stóðu smá eymsli og gat hún lyft hendinni yfir höfuð. 

Þú getur prófað að tala við verkinn þinn til að athuga hvað það er sem þú ert ekki að heyra og skilja. 

Ertu að gera lítið úr sjálfum þér? 

Nýttu þér bank tækni til að losna við verkinn eða hafðu samband við mig og við finnum lausn saman. 

Eigðu góðan dag. 

Posted in Heilsa

Ein ummæli

  1. gultilmSeit

    Ja, sennilega svo pad er