Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Losnaðu við skömmina yfir skuldinni

3. mars 2011 | Lilja Petra

Það eru margir sem eru nú að kljást við þungar skuldir. Fólk sem alltaf hefur borgað skuldir sínar á réttum tíma og vill halda því áfram en aðstæður í samfélaginu hafa orðið til þess að það tekst ekki. Þetta getur þjakað viðkomandi og ýtt undir þunglyndi, depurð, kvíða og pirring. Það kemur svo fram í daglegu lífi í samskiptum við fjölskyldu og vini. Aðrar ætandi tilfinningar og hugsanir geta líka legið undir eins og reiði, biturleiki, hatur, skömm og sektrakennd.

WHEE og EFT eru ákaflega einfaldar aðferðir til að losna við slíka líðan. Gott getur verið að leita aðstoðar fagmanns við verkefnið en þú getur líka byrjað sjálfur.
WHEE

Eftirfarandi var unnið upp úr fyrirlestri á heims samkomu EFT sem fór fram á netinu sl viku.
Ég hef þó bætt þar inn í og nýti að auki WHEE tæknina sem góður vinur minn Dan Benor geðlæknir þróaði og er mjög einföld í notkun.

Ég hef einnig bætt hér inn í setningum sem ég taldi að ættu vel heima hjá okkur.

Eftirfarandi er unnið upp úr fyrirlestri á world tapping seminar með Margaret Lynch febrúar 2011.
http://www.margaretmlynch.com/

Hægt er að skipta fjármálum í fjóra hluta.
innkomu
sparnaður
markmið
skuld

Skynjun okkar fyrir þessum þáttum er mjög misjöfn.
Innkoma er nátengd okkur, áliti á okkur sjálfum, virði á tíma okkar og orku.

Sparnaður endurspeglar öryggistilfinningu. Flestir finna ákveðið öryggi í því að eiga varðasjóð.

Markmið-þú getur sett markmið um að ná ákveðinni innkomu. Hverju þú trúir að þú getir fengið og því sem þú vilt fá getur verið ólíkt.

Skuld skapar neikvæð og öfug áhrif á innkomu. Það er fjárhagslegt áfall.

Við hugsum þá oft: Ef þetta hefði ekki gerst þá væri ég betur stödd.

Finndu í huganum eða út frá heimabanka hversu mikið þú skuldar. Skrifaðu niður töluna eða hafðu hana í huga í eftirfarandi æfingu.
Mundu að allt er hægt og við sköpum með hugsunum okkar, orðum og gjörðum.

Sittu í rólegheitum þar sem þú verður ekki trufluð næstu 15-30 mínúturnar. Framkvæmdu þessa æfingu daglega næstu 24 daga.

Ef þú kannt EFT eða veist hvar EFT punktarnir eru geturðu notað þá tækni annars skaltu nota WHEE sem felst í því að faðma sjálfa þig og klappa til skiptis á hægri og vinstri upphandlegg meðan þú ferð upphátt með eftirfarandi setningar og staðfestingar. Mundu að þú getur bætt við frá eigin brjósti það sem kemur upp í hugann. Vertu óhrædd við að breyta orðalagi.

EFT

Ég skulda……………..Krónur

Ég er frábær og elska og virði sjálfa mig og fyrirgef sjálfri mér jafnvel þó ég skuldi enn… og skammist mín fyrir það. Ég veit að Guð elskar mig og styrkir (Ef þú trúir ekki á Guð eða vilt frekar nota annað orð yfir sköpunarkraftinn þá skaltu gera það)

Öll skömmin yfir þessari skuld
Öll sektarkenndin yfir þessari skuld
Þetta sést svart á hvítu í heimabankanum mínum
Þetta er smánarlegt og hefur aldrei gerst áður hjá mér
Þetta er dapurlegt
Ég er þunglynd yfir þessu
Ég er reið og pirruð yfir þessu
Ég þoli ekki óheiðarleika
Ég þoli ekki að skulda öðrum

Jafnvel þó ég skuldi þessa upphæð og ég trúi því varla að ég hafi sagt það upphátt þá elska ég og virði sjálfa mig fullkomlega og allar þær tilfinningar sem upp koma varðandi skuldina.

Jafnvel þó ég skuldi þessi upphæð og ég finni fyrir sektarkennd, skömm, smán, depurð, biturð og reiði þá virði ég tilfinningar mínar fullkomlega.
Jafnvel þó ég skuldi þessa upphæð og það er alveg satt og raunverulegt og er yfirþyrmandi og það líkist engri velsæld heldur skorti þá virði ég sjálfa mig fullkomlega og fyrirgef sjálfri mér fyrir að vera í þessarri aðstöðu.

Öll þessi depurð yfir skuldinni
Öll þessi skömm yfir skuldinni
Þessi hyldjúpa skömm yfir skuldinni
Öll þessi biturð
Þetta sést svart á hvítu í heimabankanum.
Auðvitað skammast ég mín
Mér líður skelfilega út af þessu
Svo yfirþyrmandi
Ég vil helst ekki tala um þetta við neinn

Ég reyni að hugsa sem minnst um þetta.
En mig dreymir þetta á nóttunni
Ég hugsa stöðugt um þetta
Ég er með hnút í maganum út af þessu.
Ég get varla sofið fyrir þessu
Ég finn fyrir því í brjóstholinu og
ég hugsa um þetta allan daginn.
Ég er orðin orkulaus af að hugsa um þetta
Enginn annar veit hvernig mér líður með þetta en ég veit það.

Skömmin yfir þessarri skuld
Leiðinn yfir þessarri skuld
Þunglyndið yfir þessarri skuld
Reiðin yfir að geta ekki borgað skuldina
Það er eins og þetta ætli engan endi að taka.
Allar þessar tilfinningar út af skuldunum
Auðvitað finn ég fyrir þeim
Ég á þetta allt skilið.
Þetta er allt þarna svart á hvítu.

Bættu við allri innri krítikinni sem þú varðst vör við

Andaðu djúpt

Finndu nú þína sögu um áfallið, hvað varð til þess að þú heiðarleg manneskja ert nú í skuldasúpu?
Sjáðu atvikið fyrir þér.
Það gæti verið missir á atvinnu, bankahrunið, erlenda lánið óvænt veikindi osfrv.
Settu titil á söguna þína.

Byrjaðu nú aftur að klappa á upphandleggi og segðu.

Jafnvel þó að ég eigi mér þessa sögu um skuldina mína og það er hægt að skella skuldinni á ýmsa aðila og stofnanir og ég er enn í uppnámi út af því þá virði ég fullkomlega hver ég er.
Jafnvel þó að ég eigi mér enn þessa sögu um skuldina mína og titillinn á kvikmyndinni minni beri líðan minni ljóst vitni þá virði ég fullkomlega tilfinningar mínar.

Jafnvel þó ég beri þessa sögu með mér hvert sem ég fer þá ætla ég að virða áhrif hennar á skuld mína vegna þess að hún hefur líka áhrif á orku mína. Ég er tilbúin að sleppa þessu núna.

Ég get ekki sleppt þessu
Þetta er of mikilvægt
Svo mörg mistök voru gerð
Ég hefði átt að vita betur
Þetta er ófyrirgefanlegt
Ég klúðraði þessu algjörlega
Þetta var líka öðrum að kenna
Bankamönnum að kenna
Stjórnmálamönnum að kenna
Stjórnendum að kenna
Eg er enn öskureið út af þessu
Ég er enn sár út af þessu
Ég er enn bitur út af þessu

Ég missti svo mikið
Svo mikil depurð
Ég sé þennan missi og tap í skuldinni minni
Það er einmitt svona mikið sem ég tapaði
Þetta er svo augljóst
Þetta er svo ágæt myndlíking fyrir tapið mitt
Öll þessi reiði
Öll þessi sorg
Allt tapið sem kemur fram í skuldinni minni
Ég ásaka sjálfa mig
Sem þýðir að ég á ekkert betra skilið

Ég vil gjarnan losna við þetta farg
Ég vil gjarnan fyrirgefa sjálfri mér og öðrum
Ég vil gjarnan láta þetta verða rólegra og friðsamara
Ég vil gjarnan losa þessa togstreitu úr fjármálum mínum og peningum
Öll þessi sjálfsásökun og skömm.
Ég virði það fullkomlega
Ég vil svo gjarnan heila þessa sögu mína.
Það er mér fyrir bestu
Þessi togstreita tengd peningunum mínum

Dragðu djúpt inn andann

Hvað ætlar þú að gera í þessum skuldamálum? Hver er ásetningur þinn? Jákvæður ásetningur hjálpar þér að heila ástandið, gefur þér meiri orku til að komast í gegnum aðstæður.
Hrósaðu sjálfri þér þegar þú borgar reikningana og skuldina sem var í vanskilum

Segðu ég er heiðarleg og hef góðan ásetning um skuldina.

Ákveddu að þú ætlir þér að vera góður fjármálastjóri. Milljarða fjármálastjóri.

Nuddaðu losunarpunktinn (aumi punkturinn rétt neðan viðbeins eða bankaðu á karate punktinn ( á jarka- ytri jaðri handar)

Jafnvel þó að ég skuldi þessa upphæð enn á pappírnum þá ætla ég að virða þá heiðarlegu manneskju sem ég er. Það er einlægur ásetningur minn að endurgreiða þetta lán. Ég met það mikils að hafa fengið þetta lán á sínum tíma og það er ásetningur minn að endurgreiða það.
Ég er ánægð með það.
Jafnvel þó ég skuldi enn þessa upphæð og hún er enn staðreynd, þá er ég opin fyrir því að það séu til milljón aðferðir til að endurgreiða þetta lán, skjótt og örugglega. Ég hef ekki grænan grun um hvernig það gerist en trúi því að það gerist.

Faðmlagið og klappið á upphandleggi. Haltu áfram að klappa meðan þú ferð í gegnum eftirfarandi texta

Ég elska og virði sjálfa mig og fyrirgef sjálfri mér jafnvel þó ég skuldi þetta enn þá virði ég fullkomlega hversu mikið ég á skilið að þessi skuld sé greidd og ég er opin fyrir aðstoð alheimsins til þess að það verði að raunveruleika.

Ég hef stuðning við þann einbeitta ásetning að vera frábær fjármálastjóri á öllum sviðum fjármála.

Jafnvel milljarða fjármálastjóri.
Ég þigg allan stuðning alheimsins við því.

Öll þessi gamla tíðni umhverfis peninga
Ég er tilbúin að losna við hana svo ég geti verið opin til að taka á móti peningum að nýju.
Ég elska að fá peninga og taka á móti þeim
Ég elska að vinna mér inn mikla peninga
Ég elska að geyma peninga
Ég elska að höndla peninga eins og sannur milljarðamæringur
Það eru í raun milljón leiðir sem ég get farið til að greiða þessa skuld fljótt og örugglega
Það eru milljón leiðir sem ég get farið til að læra eitthvað nýtt sem getur nýst mér til að afla peninga.
Ég segi já við því núna
Ég segi já við öllum formum peninga núna
Ég segi já við að afla meiri peninga núna
Ég segi já við að eignast og taka á móti meiri peningum núna

Ég segi já við öllum leiðum til að fá peninga
Ég segi já við að vera fjármálastjóri sem höndlar milljarða
Allt í lagi, ég er ekki orðin sú persóna ennþá en ég er opin og reiðubúin að þroskast í þá átt vegna þess að peningar eru mikilvægir til orkuskipta, til að lifa lífinu hér á jörðu.
Ég segi já við peningum alla daga, allan daginn
Ég er þakklát fyrir peninga í mínu lífi.
Ég er alltaf með pening í veskinu
Ég elska peninga og þeir elska mig
Ég elska og virði sjálfa mig og fyrirgef sjálfri mér og ég veit að Guð elskar mig og styrkir.

Andaðu djúpt.

Bættu inn í þetta það sem þú færð til þín á jákvæðum nótum.

Gangi þér vel

Ef þú vilt frekari aðstoð við að losna við streitu eða hamlandi tilfinningar hafðu þá samband

Kærleikskveðja Lilja Petra Ásgeirsdóttir,
Heilsuráðgjafi, Heilsu og hamingjulindin, Mosfellsbæ
S:6990858

Posted in Heilsa, Heilun


(lokað er fyrir ritun ummæla).