Hvítlauks pestó -frábær flensubani
Góðan daginn.
Nú þegar kvef og flensa herjar enn á þjóðina er ekki úr vegi að nýta góð ráð sem á vegi okkar verða. Eitt slíkt fékk ég frá frænku minni fyrir nokkrum dögum en hún hafði fengið það frá Qi gong meistaranum Jeff Primack.
Um er að ræða grænt pestó sem er fullt af hvítlauk.
Við hjónin höfum nú prófað uppskriftina og höfum ánetjast þessu frábæra pestói.
Svo þið getið notið herlegheitana líka þá kemur uppskriftin hér.
Hvítlaukspestó
9 stór hvítlauks rif
1 1/2 bolli ferskt basil
3/4 bolli jómfúr olífuolíu, kaldpressuð
2 pakkar eða 170 gr furuhnetur
1 tsk himalaya salt eða maldon
Setjið í matarvinnsluvél og blandið í 30 sekúndur.
Njótið vel
Er ég bjó til pestóið í gær þá bætti ég við smá lífrænt ræktaðri steinselju sem gefur því enn meira næringargildi.
Eigið góðan dag.
Posted in Heilsa, Uppskriftir