Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Ef þú ættir eina ósk!

11. maí 2011 | Lilja Petra

Ef þú ættir eina ósk og hefðir aðeins 10 sekúndur til að svara því að fyrir framan þig stendur andinn í flöskunni og hann bíður ekki lengur hver mun ósk þín vera?

Skrifaðu óskina á blað.

Nú er bara spurningin hvort svarið þitt sé rétt eða rangt. Hvort þessi ósk færi þér ró og hamingju eða streitu og vanlíðan.

Ég var að hlusta á Alex Loyd áðan þar sem hann spurði þessarrar spurningar. Alex Loyd er höfundur eða hugsuðurinn á bak við Healing codes og Success code og er hægt að leita meiri upplýsinga um hann á http://www.abundance-and-happiness.com/index.html

Alex hélt áfram því hvernig veistu hvort svarið þitt sé rétt eða rangt? Hvernig veit nokkur maður það?

Jú, hann sagði: Ef svarið þitt innihélt utanaðkomandi uppsprettu (td. peninga, heilsu) þá var óskin röng.
Ef svarið innihélt innri uppsprettu þ.e. kærleika, frið, gleði þá var óskin rétt.

Ástæðan er sú að ef þú þarft utanaðkomandi aðstoð, uppsprettu til að fá ósk þína uppfyllta þá veldur það streitu og angri.

Posted in Heilsa


(lokað er fyrir ritun ummæla).