Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

WHEE til að vinna með tilfinningar

1. júní 2011 | Lilja Petra

Sittu í rólegheitum þar sem þú verður ekki trufluð næstu 5-10 mínúturnar. Framkvæmdu þessa æfingu daglega eða eftir þörfum. Þú getur skipt út reiði fyrir ótta, kvíða, biturð, sektarkennd, skömm eða hvaða aðra tilfinningu sem þú ert að kljást við.
WHEE til að losa tilfinningar
Faðmaðu sjálfa þig og klappaðu til skiptis á hægri og vinstri upphandlegg meðan þú ferð með eftirfarandi setningar og staðfestingar. Mundu að þú getur bætt við frá eigin brjósti það sem kemur upp í hugann. Vertu óhrædd við að breyta orðalagi.

Finndu í huganum atburð eða tilfinningu sem þú vilt losna við.
Hversu sterk er þessi tilfinning á skalanum 0-10 þar sem 10 er mest?
Skráðu það hjá þér. (þetta er bara svo þú áttir þig á því að breyting verður )

Ég elska og virði sjálfa mig og fyrirgef sjálfri mér jafnvel þó ég sé reið og sár út í ……fyrir að…….ég fyrirgef öllum þeim sem hafa reitt mig til reiði. (bættu við frá eigin brjósti)

Andaðu djúpt.
Þegar tilfinningin er komin niður í 0-1 skaltu hugsa um einhvern frábæran atburð sem tengist persónunni sem þú varst áður reið út í.
Bankaðu sjálfa þig

Ég er frábær og elska sjálfa mig heilshugar og virði sjálfa mig og þá yndislegu minningu sem ég á um……..

Bættu inn í þetta það sem þú færð til þín á jákvæðum nótum.

Skoðaðu eftirfarandi þætti einnig
• Hvert er hið undirliggjandi mynstur bak við tilfinninguna, sjúkdóminn eða einkennin?
• Hvernig breyta niðurstöður þess að verða frísk af einkennum þínum lífi þínu og aðstæðum?
• Hvernig breytir það hugsunum þínum?
• Hvernig breytir það tilfinningum þínum?
• Hvernig breytir það andlegu lífi þínu?
• Hvernig breytir það umhverfi þínu?
• Hver er kjarni þessarar niðurstöðu og hvernig þróar hún þig sem manneskju og andlega vitund?

Posted in Heilsa


(lokað er fyrir ritun ummæla).