Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Krónískir verkir í stoðkerfi og sársauki

2. júlí 2011 | Lilja Petra

Joanne Ross and Robert Waghmare
META-Medicine Master Health Coaches & Master Trainers (IMMA), birtu ágæta grein í fréttabréfi sínu í júlí um verki. Hér að neðan fer útdráttur úr greininni á íslensku.
Nýleg evrópsk rannsókn gerð í 23 löndum sýndi að krónískir vöðva verkir há um 100 milljón íbúa Evrópu og er aðal ástæða fjarveru frá vinnu.
Algengastir eru verkir í hálsi og herðum, handleggjum, baki, sérlega mjóbaki.
Afhverju eru þessir verkir svo algengir?
Er það einfaldlega slit vegna þess að við rangrar líkamsbeitingar? Er þetta náttúruleg öldrun og ef svo afhverju hefur þetta þá áhrif á okkur í gegnum lífið sama hversu gömul við erum? Eru þessir verkir vegna gamalla meiðsla og ef svo hvað kemur í veg fyrir að þau grói? Hvað með þessa verki sem við bara vöknum upp með? Jafnvel sérfræðingar átta sig ekki fyllilega á þessu.
Hin dýpri ástæða…
META-Medicine fer með okkur útfyrir áhættuþætti (lífstíl, erfðir, öldrun osfrv.) að undirliggjandi orsök. META-Medicine útskýrir þróunina og líffræðilega ástæðu allra heilsuvandamála. META-Medicine sýnir samtengingu líkama, anda, sálar, umhverfis og félagslegra þátta og einnig sérstaka tengingu milli líffæra og heila.
Stoðkerfi líkamans (bein, vöðvar og liðir) eru aðallega tengdir miðheila (cerbral medulla). Undirliggjandi tilfinninga þema bakvið miðheila atriði er sjálfsvirðing. Þegar líkamleg einkenni koma fram eru það merki um skort á sjálfsvirðingu: tilfinningu af vanmætti, skorti, sjálfsniðurlægingu. Viðkomandi gerir lítið úr eigin hæfni og möguleikum.
Það að stoðkerfis vandamál séu jafn algeng og raun ber vitni vekur spurningu um samfélagsleg gildi. Flest okkar erum við svo upptekin af að sanna okkur og ná þeim fullkomleika sem við sjálf setjum okkur, jafnvel ómöguleg markmið sem ekki er nokkur leið að ná. Við þjörkum svo að okkur sjálfum þegar við náum ekki settum markmiðum. Útkoman er sjálfsóánægja, okkur finnst við misheppnuð eða hafa mistekist og oft á tíðum þjáumst við að krónískum verkjum og sársauka.
Hverjir eru streitu þættirnir?
MetaMedicine hjálpar okkur að skilja vandamálin svo við getum komist út úr þeim. MetaMedicine heilsuráðgjafi getur með aðstoð þinni grafið upp undirliggjandi lífsviðburði, hugsanir og tilfinningar sem eru að baki einkennum þínum.
Góðu fréttirnar eru þær að líkamlegur sársauki og verkir koma fram í endurnýjunar ferlinu, það er þegar þér er þegar farið að líða betur varðandi sjálfan þig og lífs aðstæður þínar.
Þetta þýðir einfaldlega að verkir koma fram þegar vöðvar og vefir eru að styrkjast. Hugsaðu bara út í harðsperrur sem þú færð eftir lyftingar tíma. Þær koma ekki fram fyrr en 2 dögum eftir æfingar.
Sem Meta-heilsuráðgjafi spyrjum við: Hvað var það sem þér leið betur með í sambandi við sjálfsvirðingu þína (sjá dæmi hér að ofan) rétt áður en verkurinn kom fyrst fram?
Hvað var það sem þú varst stressaður eða spenntur yfir áður en það gerðist?

Skilaboð líkamans.
Sársauki og verkir segja til um hvar í lífi okkar sé skortur á sjálfsvirðingu og þess vegna hvað það er sem við þurfum að einbeita okkur að til að bæta sjálfsöryggi og vellíðan.
(SD-sjálfsniðurlæging)

Höfuðkúpan-vitsmunaleg SD
Td. “Ég er svo vitlaus.” “Ég er ekki nógu klár”

Háls og hálsliðir
Vitsmunaleg SD eða siðferðilegt óréttlæti SD
Td. “Mér finnst ég vera meðhöndluð á óréttlátan hátt”
“Ég er beitt órétti”

Herðar
Bugaður af áhyggjum eða ábyrgð eða samband þar sem sjálfsniðurlæging á sér stað.
Td. “ ég get ekki gert þetta allt” “ ég get ekki haldið í hann/hana”

Handleggir
Niðurlæging í sambandi-samskiptum
Td. “Ég get ekki haldið í þau”
“ Ég get ekki ýtt þeim frá mér”

Hendur og fingur –fimi eða hæfileikar SD
Td. “Ég er ekki nógu góður gítarleikar”

Brjóstbak og lendarhryggur.
Persónuleika niðurlæging
Td. “ ég er misheppnaður maður” “ ég get ekki séð sjálfum mér farborða” “Ég á ekki eftir að komast alla leið”

Mjaðmagrind
SD-Kynferðislegt eða tengt æxlun
Td. “ ég get ekki heillað sambýlismann/konu”
“Ég get ekki átt börn”

Hné-SD-ósveigjanleiki eða íþróttir
Td. “ég gat ekki haldið í við þau” “ Ég er lakari en mótherjar mínir”

Ökklar og fætur
SD-Vangeta til að komast fram á við eða ýta/sparka einhverju burt
Td. “ mér finnst ég vera fastur í þessu hjólfari”
“ Ég get ekki dansað eins og áður”

Það er meira til…

Með því að finna út taugavírun er hægt að sjá betur hvaða samskipti eða sambönd eiga þátt í einkennum eða mestar líkur á að þau tengist.

META-Medicine tekur vandamálin og breytir þeim úr óskiljanlegum í vel skiljanleg samskipti líkama þíns við þig. Skjólstæðingur fær oft aha stund þegar hann áttar sig á þessu ferðalagi til sjálfsheilunar og vaxtar.

Á Íslandi eru starfandi nokkrir Meta-Metamedicine ráðgjafar.
Undirrituð er einn þeirra.

Þú getur lesið meira um MetaMedicine á vefsíðunum www.hamingjulindin.is, www.liljapetra.whyamisick.com og www.whyamisick.com

Mosfellsbær 2.júlí 2011
Lilja Petra Ásgeirsdóttir

Posted in Heilsa


(lokað er fyrir ritun ummæla).