Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Hemisync við svefnleysi og kvíða

6. júlí 2011 | Lilja Petra

Hemi-Sync® er hljóðtækni sem rannsökuð hefur verið í 50 ár af Monroe stofnuninni í Bandaríkjunum í samvinnu við marga virta háskóla, geðlækna, lækna, kennara, verkfræðinga og fleiri bæði innan og utan Bandaríkjanna.
Hemi-Sync® samstillir heilann samtímis því að breyta bylgjulengd og mynstrum. Athyglin verður einbeittari, minni eykst og fólk hvílist betur meðan það sefur.
Fólk sem þjáist af vefjagigt, síþreytu og öðrum truflunum í ónæmiskerfinu eiga í erfiðleikum með að ná hinum djúpa, endurnærandi delta svefni sem er nauðsynlegur góðri heilsu. Heilinn virðist ekki hafa hæfileika til að framkalla delta svefn eða halda honum ef hann næst, í nægan tíma. Fólk vaknar þreytt og jafnvel eins og vörubíll hafi ekið á þá um nóttina þó að þeir hafi sofið í 8-9 tíma. Í hinu eðlilega 90 mínútna svefnmynstri eigum við að nota 20% af tímanum í delta svefni. Það er þá sem líkaminn seytir hormónum sem skipta miklu máli um viðhald vöðva. Án þessarra 18 mínútna í delta svefni er líkaminn kannski meðvitundarlaus en án hins endurnærandi svefns. Einkenni svefnleysis fara af stað. Ef slíkur skortur á delta svefni heldur áfram getur það orsakað einkenni eins og vefjagigt og mikla vöðvaverki. Endurheimting djúpa svefnsins minnnkar eða eyðir einkennum vefjagigtar.
Hemi-Sync® tæknin aðstoðar heilann við að komast í og viðhalda delta mynstri. Svefn getur verið lærð hegðun. Dagleg notkun kennir heilanum eðlilega svefnhegðun og breytingin virðist vera varanleg. Það getur þó tekið marga mánuði að ná því marki að þurfa ekki á diskunum að halda til að ná eðlilegum svefni og jafnvel 1-2 ár að ná því fram að vakna og vera verkjalaus.
Notkun Hemi-Sync® tækni færir okkur lyfjalausa lausn með varanleg áhrif.
Reglubundin notkun Hemi-Sync® þjálfar sjúklinga með margþætt kvíðatengd einkenni að ná slökun á einfaldan hátt. Þetta er mjög hjálplegt í sálrænni meðferð til að hamla kvíða meðan á meðferð stendur.
Þú getur skoðað úrval Hemi-sync diska á vefsíðu minni www.puls.is

Posted in Heilsa, Hemi-sync


(lokað er fyrir ritun ummæla).