Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Leiðsögn um META-Medicine ráðgjöf

29. september 2011 | Lilja Petra

K.I.S.S leiðsögn um META-Medicine®

Eftir Elaine Clifford META-Medicine® Heilsu ráðgjafa og leiðbeinanda.
Júní 2007
Þýtt og endursagt af Lilju Petru Ásgeirsdóttur, META-Medicine® Heilsuráðgjafa.

META-Medicine® er einfaldlega ný aðferð til að skoða hvernig við fáum botn í það sem menn kalla veikindi. META-Medicine® er ekki meðferðarform og fullyrðir á engan hátt um lækningu eða heilun. Hins vegar lítum við á heildar persónuna, huga, líkama og sál í því umhverfi sem hún lifir í og greinum nákvæmlega það sem setti í upphafi af stað sjúkdómsferli.
Síðan er það undir hinum upplýsta einstaklingi komið að ákveða hvernig best er að halda áfram innan hinnar hefðbundnu læknisfræði og heildrænna lækninga og meðferða.

META-Medicine® hjálpar okkur að svara eftirfarandi spurningum.
1. Afhverju
a. Afhverju ég?
b. Afhverju núna?
c. Afhverju þessi hluti af mér en ekki einhver annar?
d. Afhverju lagast þetta ekki?
e. Afhverju endurtekur þetta sig alltaf?

2. Hvað get ég gert í því?

Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir nokkrum grunnatriðum um hvað við samþykkjum núna um líkama okkar og huga. Við erum öll einstök en eigum margt sameiginlegt.
Eftirfarandi mun hjálpa þér að skilja betur META-Medicine® og sjálfa þig.

Hugleiddu þetta eitt andartak:
Hversu oft dattstu og fékkst skurð sem barn?
Hvað gerðist síðan?
Almennt talað þá var sárið hreinsað, kannski kysst á báttið og kannski settur plástur á meinið. Það lagaðist og hraði batans fór eftir því hversu oft þú kroppaðir ofan af sárinu. Svona gerðist þetta hjá öllum þú treystir líkama þínum til að vita hvernig hann ætti að verða heilbrigður.
Tökum mislinga, hlaupabólu og hettusótt. Jafnvel þó að nú sé bólusetningar prógramm fyrir mislinga þá var það ekki til í minni æsku. Ég man það enn vel, það var spurning um að liggja í rúminu og hvíla sig, drekka heita súpu og fullt af vökva og bíða eftir bata í svona eina til tvær vikur. Það voru ekki notuð nokkur lyf og ekki vænst nokkurra aðgerða. Líkaminn vann á þessu á náttúrulegan og undursamlegan hátt.

Við lítum sem sagt stundum svo á að það sé sjálfsagt að líkaminn geti læknað sig sjálfur og viti hvað hann sé að gera. Þegar þú hugsar rökrétt um þetta; hví ættum við að bara að búast við réttum viðbrögðum líkamans í sumum tilfellum en mistökum í öðrum? Við bregðumst allavega við eins og um mistök sé að ræða þegar við skoðum veikindi og berjumst gegn þeim með öllum tiltækum ráðum.
META-Medicine® tekur þá afstöðu að líkaminn sé með háa greind og geri allt af ásettu ráði.
Hugleiddu þetta aðeins:
Hafa tilfinningar áhrif á líkamann? Það er mjög einfalt dæmi sem kemur fram í huga minn. Þegar við heyrum eða sjáum eitthvað sem er sorglegt fyllast augu okkar af tárum, við fáum nefrennsli og líkami okkar skelfur. Þegar við heyrum eða hugsum um eitthvað fyndið, breytir munnur okkar um form og fram kemur bros og við búum til hávært hljóð- við hlæjum svo líkaminn hristist. Stress er líka frábært dæmi um hvernig við skiljum að yfirþyrmandi tilfinning eða að vera undir miklum þrýstingi getur gert okkur líkamlega sjúk. Þetta er allt vel rannsakað. Við heyrum líka um fólk sem passar vel upp á heilsuna en skyndilega verður það veikt meðan allt leikur í lyndi hjá öðrum og þeir lifi góðu lífi þó þeir borði óhollustu, drekki áfengi, reyki og hreyfi sig lítið.

Það sem ég hef ritað í síðust tveim málsgreinum eru mjög almenn dæmi um það sem hefur áhrif á fólk en og það er stórt en, það sem fær mig til að hlæja finnst þér kannski ekkert fyndið og það sem fær mig til að gráta, grætir þig alls ekki. Jafnvel stress er mjög einstaklingsbundinn þáttur. Margir komast léttilega í gegnum aðstæður sem aðrir eru mjög þjakaðir í. Það fer líka eftir því hvernig þú ert stemd hverju sinni. Aðra vikuna veldur streitan þér vandkvæðum meðan hina vikuna nærðu að hrista hana af þér.

Tilfinninga viðbrögð leiða til líkamlegra viðbragða sem ráðast af skynjun einstaklingsins sem aftur getur verið háð hugarástandi á þeirri stundu sem hinn tilfinningaþrungni atburður á sér stað.

Hvað passar þá META-Medicine® inn í þetta? Rannsóknir lækna í Evrópu snemma á níunda áratug síðust aldar sýndu að það er mjög sértækt samband milli ákveðinna einkenna og sértækra atburða sem höfðu gerst í lífi sjúklinganna. Læknar komust að þessarri niðurstöðu með því að framkvæma rannsóknir á sjúkrahúsum þar sem fylgst var með sjúklingum. Sem dæmi þá fundu læknar að allir þeir einstaklingar sem fengu einkenni eistna krabbameins og konur sem fengu krabbamein í eggjastokka höfðu upplifað missi sem olli áfalli í lífi þeirra. Þetta þýðir ekki að allir þeir sem fá slík áföll fái einhvers konar krabbamein. Við höfum þegar sýnt fram á að við bregðumst öll misjafnlega við og vinnum á mismunandi hátt út úr tilfinningum okkar. Læknarnir gátu einnig sýnt fram á að mismunandi tegund brjósta krabbameins er hægt að rekja til mismunandi áfalla og aðstæðna sem setur sjúkdómsferlið af stað. Krabbamein í mjólkurkirtli í brjósti (glandular breast cancer) er tengt geigvænlegum áhyggjum en krabbamein í mjólkurgangi brjósta er tengt aðskilnaði þar sem sjúklingur hafði verið aðskilinn frá einhverjum eða einhverju.
Læknarnir víkkuðu síðan út rannsókn sína og skoðuðu húðvandamál, meltingarvandamál, augnvandamál osfrv. Það sem var svo stórfenglegt er að þeir gátu alltaf rakið feril sjúkdómsmynstursins í gegnum tvo fasa. Kaldan fasa og heitan fasa. Kaldi fasinn (fyrsti fasi eða streitu fasinn eins og META-Medicine® kallar hann) er tengdur sjálfsbjargarviðleitni líkamans og heiti fasinn (annar fasi eða úrlausnarfasinn) er tengdur viðgerðarham líkamans. Læknarnir gátu jafnvel kortlagt með CT (sneiðmynd af heila) hvar í heilanum þessi áföll og sjúkdómar komu fram sem hringir í heilastofni, litla heila, miðheila eða heilaberki og hvernig einkennin í fyrsta og öðrum fasa komu fram á sneiðmyndinni.

Læknarnir staðfestu sem sagt tengingu líkama og hugar með því að tengja saman tilfinningaleg viðbrögð við sérstök áföll sem höfðu áhrif á bæði líkama og huga og við sjáum líkamlegu einkennin í líkamanum og breytingu á því hvernig fólk á samskipti við aðra. Við getum einnig séð geðræn einkenni eftir því hversu mikil eða mörg áföllin eru svo sem geðveilu, geðklofa, þunglyndi ofl.

META-Medicine® hefur vaxið og þróast út frá rannsóknum þannig að hægt sé að notfæra sér þessa vitneskju fyrir almenning til að veita betri skilning á heildrænni heilsu. Margir meðferðar aðilar hafa lært META-Medicine® svo hægt sé að búa til markvissari heilunar áætlun sem er stýrt af sjúklingnum. Það breytir miklu fyrir meðferð sjúklings þar sem til staðar er meiri skilningur á í hvaða fasa eða ferli skjúkdómseinkenni koma fram í og því hvers konar meðferðar inngrip er rétt og gagnlegt hverju sinni.

Þessir tveir fasar eru ákaflega áhugaverðir og ætla ég að útskýra þá aðeins. META-Medicine® telur að það sem köllum sjúkdóm sé í raun ferli sem líkaminn setur í gang sem svar við togstreitu áfalli. Eitthvað sem við sjáum sem óvænt, yfirþyrmandi, einangrandi og við höfum engin ráð við á þeim tímapunkti þannig að líkami okkar fer í sjálfsbjargarham.
Við vitum öll hvað flótta-bardaga eða frost viðbrögðin eru (fight-flight) það er svo oft minnst á þau. Það er það sem líkaminn gerir til að geta tekist á við atburði/áföll.
Við erum ekki að tala um daglega atburði þó það verði fullt að snöggum ferlum sem gerast í líkamanum eins og ef við misstígum okkur eða skrikar fótur og hjartað fer á fullt augnablik og andardrátturin verður aðeins hraðari, þegar við höfum náð jafnvægi á ný finnum við til smá þreytu og við setjumst niður augnablik. Þetta er mjög snöggt ferli.

Ég hef líka oft heyrt fólk segja um atburði að bakslagið sem hefur valdið þeim þjáningum í mörg ár sé svo ómerkilegt” en sjáðu til það var ekki ómerkilegt þegar þú upplifðir það, maginn fór í hnút og hálsinn herptist eða þegar þú fylltist hryllingi, ótta, reiði, viðbjóði, vonsvikni osfrv á stundinni sem það gerðist og líkaminn brást við til að hjálpa þér að takast á við ógnunina.

Á þeirri stundu fór líkaminn í virkan fasa eða streitu fasa og virkjaði alla ferla sem nauðsynlegir voru eins og taugaviðbrögð, efnahvörf og hvað eina sem þurfti til að komast í gegnum aðstæður, þetta er mjög sterk sympatísk svörun sem er í gangi á daginn. Þegar eitthvað gerist til að leysa úr aðstæðum og flytur þannig ferlið inn í annan fasa eða úrlaunsarfasann til dæmis þegar maður sem rífst við yfirmann sinn og er í stöðugum átökum um “óðalið” (starfsvið eða vettvang) sitt í vinnunni skiptir um vinnu sem þýðir stöðvun á baráttu og átökum þá kemur fram sterk svörun parasympatíska taugakerfisins sem vinnur á nóttunni og leyfir okkur að slaka á, gera við og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Því eru sum einkenni annars fasa þau að maður er uppgefinn, vill sofa meira, verður rólegri og fær aftur matarlystina.

Þessar upplýsingar um taugakerfið eru vel rannsakaðar og sýna enn og aftur meðfædda greind líkamans.
Á sama tíma og taugakerfið bregst við togstreitu áfalli þá eru ákveðin líffæri sem einnig bregðast við og fer það eftir því hverskonar áfall einstaklingur upplifir. Til dæmis þegar nýfætt barn er aðskilið frá móður sinni sem það hefur verið samtengt í gegnum naflastreng og móðurkvið frá upphafi getur húðin orðið þurr og ekki eins næm. Líffræðilega er það gert til að minnka sársauka þess að vera ekki lengur í náinni tengingu við móðurina. Þegar tengingu er aftur náð finnur barnið til öryggis og húðin verður aftur eðlileg sem getur það komið fram í kláða og roða í upphafi þar sem frumufækkun átti sér stað í fyrsta fasa en nú eru húðfrumurnar að fjölga sér aftur í öðrum fasa. Þetta er allt svo rökrétt og það kemur ekki á óvart að oftast eru togstreitu áföll tengd neikvæðum tilfinningum eins og ótta, reiði, missi og áhyggjum.

Því miður eru sjúkdómsferli sem ekki virðast ná fullnaðar úrlausn sem er auðvitað heilbrigði. Þessu er hægt að líkja við rispaða plötu sem spilar aftur og aftur sama lagabútinn. Eitthvað örvar eða minnir líkamann stöðugt á áfallið sem reynir stöðugt að vinna úr því. Til dæmis ef þú tókst hundinn þinn í göngutúr út í skógi og eitthvað skelfilegt gerðist þá ertu alltaf á varðbergi þegar þú ferð þennan göngustíg alla vega sumt fólk myndi bregðast þannig við. Aftur er þetta spurning um skyntúlkun.

META-Medicine® heilsuráðgjafi kann að spyrja sértækra spurninga til að hjálpa til við að finna upphaflega atvikið sem setti allt ferlið í gang. Vegna þeirra vísindarannsókna sem fóru fram í Evrópu þá er búið að kortleggja einkenni, líffæri og nákvæma staðsetningu í líkamanum svo að ráðgjafinn getur fljótt fundið í hvaða fasa ferlið er í og getur út frá staðsetningu einkenna, tegund togstreitu og þess sem er tengt því svo sem vinnu, heimili, börnum og vinum hjálpað skjólstæðingnum að finna fyrr hvert atvikið er. Það er jafnvel mögulegt að nýta sér CT af höfði til að fá nánari upplýsingar. Þetta er þó aðeins notað ef slíkar rannsóknir eru til staðar eða um alvarlega sjúkdóma að ræða.

Niðurstaðan er sú að upprunalegu spurningunum er svarað. Þetta kemur fyrir þig vegna þess hvernig þú ómeðvitað vinnur úr þessu ákveðna togstreitu áfalli; núna af því að sjúkdóms ferlið hefur verið sett í gang; á þessum stað í líkamanum vegna líffræðilegrar svörunar þessa líffæris; það er líklega enn að fara í gegnum ferlið og því getur lífsorka þín og kraftur verið minnkaður og þess vegna finnst þér þetta taka eilífðar tíma og það getur endurtekið sig aftur og aftur þar sem til staðar eru hvatar (bragð, lykt, frjókorn, tónfall, hljóð, snerting, mynd) sem minnir líkamann endurtekið á atburðinn svo hann endurtekur heilunarferlið.

Það allra mikilvægasta er. Hvað getur þú gert í því?

Jafnvel þegar þú hefur alla þessa vitneskju og stuðning við hendina þá er útkoman undir þér komin. Því meira sem þú leggur þig fram um að ná fram heilsu markmiðum þínum og því meðvitaðri sem þú ert og sjálföruggari því heilbrigðari verður þú.

Posted in Heilsa


(lokað er fyrir ritun ummæla).