Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Streitulosun með WHEE

3. janúar 2012 | Lilja Petra

Oft á tíðum hef ég aðeins stutta stund með skjólstæðingum mínum og þeim sem á vegi mínum verða. Þetta á ekki síst um þá sem ég hitti í vinnu minni á spítalanum. Oft er mikil spenna í fólki vegna þess sem það er að ganga í gegnum og er þá gott að eiga í pokahorninu einfalda leið til að losa um streituna og umlykja sjálfan sig friði og kyrrð.

Þessu langar mig til að deila með þér núna.

Sestu niður í ró og næði. Lokaðu augunum og tengdu við hjarta þitt.

Þú getur nýtt þér staðfestingar eins og “ég er það ég er” eða “ég er sál, ég er guðlegt ljós, ég er kærleikur, ég er vilji, ég er fullkomin hönnun”. Gott er að endurtaka þetta í margfeldi af þremur.

krosslegðu hendur á brjósti þér eins og þú sért að faðma þig og segðu upphátt.

1.Kærleikur fyrir framan mig (sjáðu fyrir þér, ímyndaðu þér eða skynjaðu ímynd kærleika fyrir framan þig.)
2. Kærleikur fyrir aftan mig
3. Kærleikur til hægri við mig
4. Kærleikur til vinstri við mig
5. Kærleikur fyrir ofan mig
6. Kærleikur fyrir neðan mig
7. Kærleikur í mér.

Skynjaðu sjálfa þig umvafða kærleika og kærleikan í þér

Sjáðu svo fyrir þér ljós (gott er að nota gullhvítt ljós)

1. ljós fyrir framan mig
2. ljós fyrir aftan mig
3. ljós til hægri við mig
4. ljós til vinstri við mig
5. ljós fyrir ofan mig
6. ljós fyrir neðan mig
7. ljós í mér
skynjaðu ljósið allt í kringum þig í fortíð og framtíð og hér og nú.

1. friður fyrir framan mig
2. friður fyrir aftan mig
3. friður til hægri við mig
4. friður til vinstri við mig
5. friður fyrir ofan mig
6. friður fyrir neðan mig
7. friður í mér.

skynjaðu þennan frið og finndu hversu mikil ró hefur færst yfir þig meðan þú gerðir þessa litlu æfingu.

Allan tímann skaltu klappa rólega til skiptis á hægri og vinstri upphandlegg. Endurtaktu eins oft og þú vilt.

Sjáðu einnig hluta úr fyrirlestri mínum nefndan “Streitan kvödd”
http://www.youtube.com/watch?v=26jnrwECDnQ

Posted in Heilsa, Heilun


(lokað er fyrir ritun ummæla).