Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Áföll og fyrsta hjálp

11. mars 2012 | Lilja Petra

Þegar við verðum fyrir áföllum hvort sem er stórum eða minni eigum við oft erfitt með að slaka á. Við getum orðið hvumpin og óróleg við minnsta áreiti. Púlsinn er hraðari og við getum fengið kvíðaköst. Til að hjálpa okkur að takast á við þessar aðstæður getur verið gott að eiga í fórum sér áfalladropa.

Það eru allmörg ár síðan ég bjó til þessa blöndu úr hinum kröftugu Waterfall essensum sem þú getur lesið meira um hér á síðunni.

Áfalladropar eða fyrsta hjálp

Hér er um sérstaka blöndu að ræða sem ætlað er að hjálpa til við hvers kyns áföll jafnt stór sem smá sem við verðum fyrir á lífsleiðinni. Hér gæti til að mynda verið um að ræða áfallið sem við fáum við að missa eitthvað á tærnar á okkur og meiða okkur, eða þegar við klemmum litla putta á hurðinni. Einnig getur verið um að ræða áfallið við að sjá Visa reikning mánaðarins eða þegar við missum vinnu eða ástvin. Það er sama hversu smátt eða stórt áfallið er þessir hrifkjarnar koma okkur til hjálpar með því að jafna orkusvið okkar og aðstoða okkur við að vinna úr aðstæðum.

Notist sem fyrsta hjálp strax eftir áfall og eftir þörfum. Við stór áföll notast þeir daglega meðan unnið er úr því eða þar til lífið hefur færst í eðlilegt horf án þess að áhyggjur eða ótti trufli það.

Notið 1 dropa í vatn eða undir tungu.

Posted in Heilsa


(lokað er fyrir ritun ummæla).