Heilsuráð Lilju Petru

Heilsa og vellíðan

Áföll og fyrsta hjálp

11. mars 2012 | Lilja Petra

Þegar við verðum fyrir áföllum hvort sem er stórum eða minni eigum við oft erfitt með að slaka á. Við getum orðið hvumpin og óróleg við minnsta áreiti. Púlsinn er hraðari og við getum fengið kvíðaköst. Til að hjálpa okkur að takast á við þessar aðstæður getur verið gott að eiga í fórum sér áfalladropa.

Það eru allmörg ár síðan ég bjó til þessa blöndu úr hinum kröftugu Waterfall essensum sem þú getur lesið meira um hér á síðunni.

Áfalladropar eða fyrsta hjálp

Hér er um sérstaka blöndu að ræða sem ætlað er að hjálpa til við hvers kyns áföll jafnt stór sem smá sem við verðum fyrir á lífsleiðinni. Hér gæti til að mynda verið um að ræða áfallið sem við fáum við að missa eitthvað á tærnar á okkur og meiða okkur, eða þegar við klemmum litla putta á hurðinni. Einnig getur verið um að ræða áfallið við að sjá Visa reikning mánaðarins eða þegar við missum vinnu eða ástvin. Það er sama hversu smátt eða stórt áfallið er þessir hrifkjarnar koma okkur til hjálpar með því að jafna orkusvið okkar og aðstoða okkur við að vinna úr aðstæðum.

Notist sem fyrsta hjálp strax eftir áfall og eftir þörfum. Við stór áföll notast þeir daglega meðan unnið er úr því eða þar til lífið hefur færst í eðlilegt horf án þess að áhyggjur eða ótti trufli það.

Notið 1 dropa í vatn eða undir tungu.

Posted in Heilsa | Engin ummæli »

Streitulosun með WHEE

3. janúar 2012 | Lilja Petra

Oft á tíðum hef ég aðeins stutta stund með skjólstæðingum mínum og þeim sem á vegi mínum verða. Þetta á ekki síst um þá sem ég hitti í vinnu minni á spítalanum. Oft er mikil spenna í fólki vegna þess sem það er að ganga í gegnum og er þá gott að eiga í pokahorninu einfalda leið til að losa um streituna og umlykja sjálfan sig friði og kyrrð.

Þessu langar mig til að deila með þér núna.

Sestu niður í ró og næði. Lokaðu augunum og tengdu við hjarta þitt.

Þú getur nýtt þér staðfestingar eins og “ég er það ég er” eða “ég er sál, ég er guðlegt ljós, ég er kærleikur, ég er vilji, ég er fullkomin hönnun”. Gott er að endurtaka þetta í margfeldi af þremur.

krosslegðu hendur á brjósti þér eins og þú sért að faðma þig og segðu upphátt.

1.Kærleikur fyrir framan mig (sjáðu fyrir þér, ímyndaðu þér eða skynjaðu ímynd kærleika fyrir framan þig.)
2. Kærleikur fyrir aftan mig
3. Kærleikur til hægri við mig
4. Kærleikur til vinstri við mig
5. Kærleikur fyrir ofan mig
6. Kærleikur fyrir neðan mig
7. Kærleikur í mér.

Skynjaðu sjálfa þig umvafða kærleika og kærleikan í þér

Sjáðu svo fyrir þér ljós (gott er að nota gullhvítt ljós)

1. ljós fyrir framan mig
2. ljós fyrir aftan mig
3. ljós til hægri við mig
4. ljós til vinstri við mig
5. ljós fyrir ofan mig
6. ljós fyrir neðan mig
7. ljós í mér
skynjaðu ljósið allt í kringum þig í fortíð og framtíð og hér og nú.

1. friður fyrir framan mig
2. friður fyrir aftan mig
3. friður til hægri við mig
4. friður til vinstri við mig
5. friður fyrir ofan mig
6. friður fyrir neðan mig
7. friður í mér.

skynjaðu þennan frið og finndu hversu mikil ró hefur færst yfir þig meðan þú gerðir þessa litlu æfingu.

Allan tímann skaltu klappa rólega til skiptis á hægri og vinstri upphandlegg. Endurtaktu eins oft og þú vilt.

Sjáðu einnig hluta úr fyrirlestri mínum nefndan “Streitan kvödd”
http://www.youtube.com/watch?v=26jnrwECDnQ

Posted in Heilsa, Heilun | Engin ummæli »

« Fyrri færslur Nýrri færslur »